- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Viðmiðunardagur kjörskrár vegna sameiningarkosninga er 5. október n.k. en kosningarnar fara fram þann 26. október 2019.
Á kjörskrá skal taka alla þá sem skráðir voru með lögheimili í ákveðnu sveitarfélagi samkvæmt íbúaskrár þjóðskrár þremur vikum fyrir kjördag, uppfylli þeir að öðru leyti skilyrði 2. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna. Minnt er á nauðsyn þess að íbúaskráningin sé sem réttust.
Flutningur á lögheimili á milli sveitarfélaga og innan sveitarfélags, sem á sér stað eftir 5. október n.k. mun ekki hafa áhrif á útgefinn kjörskrárstofn. Þetta þýðir að tilkynningar um lögheimilisbreytingar þurfa að berast í síðasta lagi 4. október eigi þær breytingar að verða skráðar í þjóðskrá fyrir viðmiðunardag.
Flutningur á lögheimili fer fram hjá Þjóðskrá Íslands.