- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Síðustu daga hefur verið rætt um það í fjölmiðlum að hefja eigi herferð gegn köttum á Fljótsdalshéraði. Samkvæmt upplýsingum frá bæjarstjórn er þetta ekki rétt. Hið rétta mun vera að gangast á í það að allir heimiliskettir og hundar í sveitarfélaginu verði skráðir. Stefnt er að því að lóga villiköttum.
Forsaga þessa máls var að Þórhallur Þorsteinsson afhenti bæjaryfirvöldum undirskriftalista með 26 nöfnum þar sem þess var krafist að kattaplágu sem herji á íbúa linni. Bæjarstjórn samþykkti að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa að hefja undirbúning aðgerða til þess að fækka óskráðum köttum. Tekið var fram bæði hjá skipulags- og mannvirkjanefnd sem fjallaði fyrst um málið og í bókun frá forseta bæjarstjórnar að bann við lausagöngu katta sé illframkvæmanlegt og jafnvel ólöglegt.
Hér má hlusta á viðtal á Rás 2, 26. sept. 2010, um kattamálið.