- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Karen Erla Erlingsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður íþróttamiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, frá og með næstu áramótum. Karen tekur við starfinu af Hreini Halldórssyni, sem hefur gegnt því farsællega í þrjá áratugi.
Karen Erla er menntaður íþróttafræðingur frá íþróttaskólanum í Köln og með framhaldsmenntun í menningar- og íþróttastjórnun frá íþróttaháskólanum í Osló. Hún starfaði í átta ár sem kennari við Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni eftir nám. Þá var hún menningar- og íþróttafulltrúi Fljótsdalshéraðs frá árinu 2005 til 2010. Karen hefur störf sem forstöðumaður íþróttamiðstöðvar Fljótsdalshéraðs í byrjun næsta árs.
Alls sóttu 14 um starf forstöðumanns, en þrír drógu umsókn sína til baka. Umsækjendur voru: Agnes Klara Jónsdóttir, Bjarni Þ. Bjarnason, Guðjón Hilmarsson, Guðmundur Bj. Hafþórsson, Guðrún Lilja Magnúsdóttir, Karen Erla Erlingsdóttir, Magnús Gísli Sveinsson, Ólöf Helga Adolfsdóttir, Páll G. Jónsson, Sigurður A. Þorgrímsson, Þórhallur Harðarson.