Almenningi er nú heimilt að aka um Kárahnjúkastíflu og verður svo til 15. ágúst næstkomandi. Hingað til í sumar hefur umferð einungis verið leyfð þar í hádeginu enda er enn þá um vinnusvæði að ræða. Landsvirkjun beinir því til vegfarenda að virða leiðbeiningar um umferð, einkum þó að stöðva ekki bíla sína og hvað þá að fara út úr þeim á svæðum þar sem slíkt er bannað. Merktir hafa verið ákveðnir staðir fyrir ferðamenn til að leggja bílum sínum á þar sem útsýni er yfir stífluna og Hálslón.