Juggl og tónlist í Sláturhúsinu

Föstudaginn 27. júní kl. 20.00 fer fram í Sláturhúsinu – menningarmiðstöð á Egilsstöðum skemmtileg dagskrá með sirkuslistamönnunum Jay Gilligan og Kyle Driggs. Þeir koma frá Bandaríkjunum og eru báðir á heimsklassa í „juggli“, en þá kasta menn hringjum, stundum mörgum á loft og milli sín. Þeir eru einnig tónlistarmenn og gera alla tónlist fyrir sýningar sínar og spila undir hjá hver öðrum ásamt því að juggla saman. Sýningin er algert augnayndi, saman stendur af ótrúlegri færni, leik, fyndni, tónlist, takti og undursamlegum tólum og tækjum.

Aðgangseyrir er kr. 1.500 en frítt fyrir 17 ára og yngri.

Hér má sjá myndband á Youtube með kyle Driggs þar sem hann leikur sér með hringi https://www.youtube.com/watch?v=TlR-89A2Ifg