Jón Björnsson framkvæmdastjóri Fjórðungsmóts Austurlands

Jón Björnsson, úr hestamannafélaginu Létti, hefur tekið að sér að vera framkvæmdastjóri fyrir Fjórðungsmót hestamanna á Austurlandi árið 2015 en það verður haldið í Stekkhólma dagana 2.-5 júlí. Fjórðungsmót Austurlands er stærsti og elsti reglulegi viðburðurinn í hestamennsku í kjördæminu og er haldið á fjögurra ára fresti.  Jón sem er Akureyringur og drjúgur hestaljósmyndari, segist spenntur fyrir verkefninu. Það sé góð stemning fyrir mótinu og aðstæður í Stekkhólma frábærar.

Á myndinni sem fylgir má sjá Bjarka Þorvald Sigurbjartsson, formann hestamannafélagsins Freyfaxa og Jón Björnsson, framkvæmdastjórs FM2015, þegar skrifað var undir samstarfssamninginn á Egilsstöðum í liðinni viku.