Jón Björnsson, úr hestamannafélaginu Létti, hefur tekið að sér að vera framkvæmdastjóri fyrir Fjórðungsmót hestamanna á Austurlandi árið 2015 en það verður haldið í Stekkhólma dagana 2.-5 júlí. Fjórðungsmót Austurlands er stærsti og elsti reglulegi viðburðurinn í hestamennsku í kjördæminu og er haldið á fjögurra ára fresti. Jón sem er Akureyringur og drjúgur hestaljósmyndari, segist spenntur fyrir verkefninu. Það sé góð stemning fyrir mótinu og aðstæður í Stekkhólma frábærar.
Á myndinni sem fylgir má sjá Bjarka Þorvald Sigurbjartsson, formann hestamannafélagsins Freyfaxa og Jón Björnsson, framkvæmdastjórs FM2015, þegar skrifað var undir samstarfssamninginn á Egilsstöðum í liðinni viku.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.