- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Sigurvegari keppninnar í var Jón Bjarki Stefánsson með lagið Nú er ég kominn heim" en hann samdi bæði lag og texta ásamt því að flytja lagið sjálfur. Í öðru sæti var Björk Sigbjörnsdóttir með lagið Hughrif sem hún flutti ásamt systur sinni Láru Heiði Sigbjörnsdóttur. Í þriðja sæti var svo lag eftir Björn Hafþór Guðmundsson með texta eftir Hrönn Jónsdóttur sem Guðmundur R. Gíslason flutti. Það var Hafþór Valur Guðjónsson sem átti hugmyndina að keppninni og var hann einnig hljómsveitarstjóri kvöldsins ásamt því að sjá um útsetningar laganna. Aðal styrktaraðili keppninnar í ár var Samkaup. Farandgripur var veittur fyrir fyrsta sætið sem er Harpa útskorin í tré en það var Hlynur Halldórsson frá Miðhúsum sem gerði gripinn. Aðrir styrktaraðilar sem gáfu gjafir voru Gistihúsið Egilsstöðum, Vaskur, Tónabúðin og Hafþór Valur Guðjónsson.
Myndina tók Aðalsteinn Sigurðsson af Jóni Bjarka Stefánssyni.