Jólatré sótt 10. janúar

Mánudaginn 10. janúar verða jólatré íbúa á Egilsstöðum, Hallormsstað, Eiðum og í Fellabæ fjarlægð, að því tilskyldu að þau séu vel sýnileg og við lóðamörk. Eftir að hreinsun lýkur geta íbúar losað sig við jólatré á gámavellinum í Tjarnarási. Íbúar eru vinsamlegast beðnir um að koma í veg fyrir að jólatrén fjúki og gæta þess að þau séu vel sýnileg.
Jólatrén verða svo kurluð og annaðhvort notuð sem stoðefni í jarðgerðina sem fram fer á lífrænum úrgangi frá íbúum, eða sem undirlag í stíga og/eða fallvörn undir leiktæki.