Jólatré fundið fyrir Skógarland

Undirbúningur fyrir jólin er í fullum gangi. Fyrir nokkrum dögum fóru börnin í elsta árgangi leikskólans Skógarlands í leiðangur inn í Eyjólfsstaði í þeim tilgangi að velja jólatré sem sett er upp í salnum í leikskólanum. Þegar rétta tréð var fundið var öllum boðið inn í gisthúsið á Eyjólfsstöðum þar sem mótttökurnar voru höfðinglegar og boðið var upp á kakó með rjóma og piparkökur. Áður hafði heimilisfólkið leiðsagt börnunum um skóginn.

Þess ber einnig að geta að hjónin á Uppsölum, Rut og Kári, færðu leikskólanum stórt og veglegt jólatré að gjöf og hefur því verið valinn staður í garðinum fyrir framan leikskólann.