Undirbúningur fyrir jólin er í fullum gangi. Fyrir nokkrum dögum fóru börnin í elsta árgangi leikskólans Skógarlands í leiðangur inn í Eyjólfsstaði í þeim tilgangi að velja jólatré sem sett er upp í salnum í leikskólanum. Þegar rétta tréð var fundið var öllum boðið inn í gisthúsið á Eyjólfsstöðum þar sem mótttökurnar voru höfðinglegar og boðið var upp á kakó með rjóma og piparkökur. Áður hafði heimilisfólkið leiðsagt börnunum um skóginn.
Þess ber einnig að geta að hjónin á Uppsölum, Rut og Kári, færðu leikskólanum stórt og veglegt jólatré að gjöf og hefur því verið valinn staður í garðinum fyrir framan leikskólann.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.