Jólastemning á Minjasafni Austurlands

Undanfarna daga hafa skólahópar verið sérstaklega duglegir við að nýta sér jólastund á Minjasafni Austurlands. Hóparnir koma og hlusta á jólasögu eða minningu um jólin frá því í gamla daga. Svo hafa þeir dansað í kringum jólatré með logandi ljósum, lesið um sögu ýmissa jólasiða, tekið þátt í leik um börn Grýlu og spilað jólabingó og gætt sér á kandís, rúsínum og piparkökum! Enn er hægt að panta tíma í jólastund á safninu.

Minjasafnið verður opið virka daga milli jóla og nýárs kl. 11-16. Verða ýmis spil á borðum sem og upplýsingar um sögu jólanna og hina ýmsu jólasiði. Góð fjölskylduheimsókn og ekki síðri að taka með sér gesti annars staðar frá. Frítt er inn á safnið.