Undanfarna daga hafa skólahópar verið sérstaklega duglegir við að nýta sér jólastund á Minjasafni Austurlands. Hóparnir koma og hlusta á jólasögu eða minningu um jólin frá því í gamla daga. Svo hafa þeir dansað í kringum jólatré með logandi ljósum, lesið um sögu ýmissa jólasiða, tekið þátt í leik um börn Grýlu og spilað jólabingó og gætt sér á kandís, rúsínum og piparkökum! Enn er hægt að panta tíma í jólastund á safninu.
Minjasafnið verður opið virka daga milli jóla og nýárs kl. 11-16. Verða ýmis spil á borðum sem og upplýsingar um sögu jólanna og hina ýmsu jólasiði. Góð fjölskylduheimsókn og ekki síðri að taka með sér gesti annars staðar frá. Frítt er inn á safnið.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.