Jólastemming í Safnahúsinu

Það er jólastemming í Safnahúsinu á Egilsstöðum. Á Minjasafninu er sýningin „Handunnar og hjartnæmar jólakúlur". Handlagnar konur á Héraði og Seyðisfirði lánuðu kúlur á sýninguna sem stendur til jóla. Á nýjum vef Minjasafnsins má sjá nokkrar myndir af sýningunni.

Í skápnum fyrir framan Bókasafn Héraðsbúa er sýning á jólakortum sem varðveitt eru hjá Ljósmyndasafni Austurlands. Kortin eru úr tveimur söfnum, safni Ólafs Stefánssonar og Kristínar Gunnlaugsdóttur Oddsen frá Víðhóli, Fjöllum og safni Aðalsteins Bjarnasonar frá Höfða í Vallahreppi.