Jólaopnun félagsmiðstöðvanna á Fljótsdalshéraði

Félagsmiðstöðvarnar Nýung og Afrek verða báðar opnar föstudagskvöldið 20. desember frá kl. 20 til 23 og verður sannkallað jólaþema allsráðandi þetta kvöld.

Föstudagskvöldið 27. desember gefst svo unglingum búsettum á Fljótsdalshéraði tækifæri að rísa upp úr öllu matar- og kökuátinu og bregða sér út til að sýna sig og sjá aðra því að Nýung verður opin frá kl. 20 til 23.

Starfsfólk félagsmiðstöðvanna á Fljótsdalshéraði sendir ykkur jólakveðju og bestu þakkir fyrir árið sem er að líða. Við hlökkum til að takast á við þau verkefni sem árið 2014 hefur uppá að bjóða með ykkur.

Árni Heiðar Pálsson
Forstöðumaður félagsmiðstöðva á Fljótsdalshéraði