Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs 3. desember sl. var samþykkt, að tillögu bæjarráðs, að jólaleyfi bæjarstjórnar verði frá og með 4. desember 2014 til og með 20. janúar 2015.
Jafnframt samþykkti bæjarstjórn að veita bæjarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu mála, sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, meðan bæjarstjórn er í jólaleyfi.
Áformaðir fundir bæjarráðs eru 8. og 15. desember 2014 og 12. og 19. janúar 2015, en boðað verður til aukafunda ef þurfa þykir.
Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að tylla sér á Bæjarstjórnarbekkinn, sem verður að venju boðið upp á á markaðsdegi Barra 13. desember. Sömu leiðis eru íbúar hvattir til að nýta sér vefinn Betra Fljótsdalshérað, til að koma á framfæri tillögum og ábendingum til sveitarfélagsins.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.