Jólaleyfi bæjarstjórnar og bæjarstjórnarbekkur framundan

Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs 3. desember sl. var samþykkt, að tillögu bæjarráðs, að jólaleyfi bæjarstjórnar verði frá og með 4. desember 2014 til og með 20. janúar 2015.
Jafnframt samþykkti bæjarstjórn að veita bæjarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu mála, sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, meðan bæjarstjórn er í jólaleyfi.

Áformaðir fundir bæjarráðs eru 8. og 15. desember 2014 og 12. og 19. janúar 2015, en boðað verður til aukafunda ef þurfa þykir.

Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að tylla sér á Bæjarstjórnarbekkinn, sem verður að venju boðið upp á á markaðsdegi Barra 13. desember. Sömu leiðis eru íbúar hvattir til að nýta sér vefinn Betra Fljótsdalshérað, til að koma á framfæri tillögum og ábendingum til sveitarfélagsins.