- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Hið árlega jólaball sem haldið er á vegum Lionsklúbbsins Múla og Fljótsdalshéraðs verður í íþróttahúsinu í Fellabæ fimmtudaginn 27. desember frá klukkan 17 til 19.
Áramótabrennan sem haldin er í samstarfi Björgunarsveitarinnar og Fljótsdalshéraðs verður á Egilsstaðanesi 31. desember Kveikt verður í brennunni klukkan 16.30 og flugeldasýningin hefst klukkan 17.
Þrettándagleði og álfabrenna sem haldin er í samstarfi Hattar og Fljótsdalshéraðs verður í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum 6. janúar. Skúrðganga og blysför verður frá íþróttamiðstöðinni klukkan 17.15 en kveikt verður í brennunni um klukkan 17.30.
Um hátíðirnar verður bæjarskrifstofan opin virka daga á hefðbundnum skrifstofutíma, nema á aðfangadag og gamlársdag, en þá daga verður lokað.
Starfsfólk bæjarskrifstofunnar óskar íbúum sveitarfélagsins og öðrum viðskiptavinum gleðilegra jóla, árs og friðar.
Opnunartímar Íþróttamiðstöðvarinnar um hátíðarnar
Sund kl. Héraðsþrek kl.
23.des. 10- 17 10-17.
24.-26. des. Lokað Lokað
27.des. 6:30-20:30 6:30-22:00
28.des. 6:30-20:30 6:30-20:30
29.des. 10-17 10-17
30.des. 10-17 10-17
31.des.& 1.jan. Lokað Lokað
2.jan. 6:30-20:30 6:30-22:00
Ath. Íþróttasalur og Fellasalur verða opnir samkvæmt tímapöntunum.
Myndin er frá jólaskemmtun í Safnahúsinu fyrir nokkrum árum.