Jól í skókassa á Fljótsdalshéraði

Á hverju ári stendur KFUM og KFUK á Íslandi fyrir söfnun jólagjafa í skókassa sem sendir eru til fátækra og munaðarlausra barna í Úkraínu. Undanfarin ár hafa verið sendar um 3.000-5.000 gjafir frá Íslandi og hafa íbúar á Fljótsdalshéraði ekki látið sitt eftir liggja.

Formleg móttaka skókassa á Egilsstöðum verður næstkomandi sunnudag 6. nóvember milli kl. 12 og 14 í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju að Hörgsási 4. Það er um að gera að kíkja við með skókassann sinn, sjá myndir frá Úkraínu og gæða sér á jólaöli og piparkökum.

Nánari upplýsingar um verkefnið má sjá á síðunni http://www.skokassar.net en einnig má hafa samband við tengiliði verkefnisins á Egilsstöðum, Hlín (849-9537) eða Þorgeir (895-3606).