Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi

Líður að Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi Þann 23 júní 1988 var fyrstu Jazzhátíð Egilsstaða hrundið af stað. Í gegnum árin höfum við fengið frábæra listamenn til okkar og í ár verður hátíðin glæsilegri en áður eins og stefnan hefur verið síðastliðin ár.

Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi
(JEA Jazzfestival)
25-28 júní 2008
1988-2008

Í fyrra fengum við hinn stórkostlega James Carter til okkar og eigum við seint eftir að gleyma þeim tónleikum.  Áhuginn fyrir hátíðinni meðal listamanna viðsvegar að úr heiminum hefur vaxið gríðarlega og berast umsóknir nær daglega frá öllum heimshornum.  Það að fá svona stór atriði til okkar eykur áhuga á hátíðinni bæði hérlendis og erlendis.  Á 20 ára afmæli hátíðarinnar munum við fá stórkostlega listamenn til okkar bæði erlenda og innlenda. 

Larry Carlton-Beady Belle-Laurie Wheeler-Bláir Skuggar-Bloodgroup

Fyrstan ber að nefna gítarsnillinginn Larry Carlton og hljómsveit hans sem kemur frá USA.  Larry Carlton hefur unnið með ekki ómerkari einstaklingum en Sammy Davis, Jr., Herb Alpert, Quincy Jones, Paul Anka, Donald Fagen, Michael Jackson, John Lennon, Jerry Garcia, Dolly Parton, Joni Mitchell, Lee Ritenour, Steve Lukather út Toto og svo mætti lengi telja. Einnig hefur hann gert garðinn frægan með hljómsveitunum The Crusaders, Fourplay, Stanley Clark and friends og síðast en ekki síst Steely Dan en hann var lykil maður í nokkrum af þeirra bestu plötum.  Gítar sóló Larrys í laginu Kid Charlemagne með Steely Dan er talið vera þriðja besta gítarsóló allra tíma af Rolling Stone tímaritinu.  Larry Carlton hefur einnig hlotið 3 grammy verðlaun fyrir verk sín og verið tilnefndur amk 10 sinnum.  Hann hefur þann virðulega stimpil á sér að vera einn smekklegasti gítarleikari fyrr og síðar.
Með Larry Carlton í för er söngkonan Laurie Wheeler en hún er dásamlegur söngvari sem Larry mælir mikið með og gaf hún nýverið út plötuna “Twilight”.  Laurie hefur unnið með mönnum á borð við Michael McDonald.  Alvöru Jazzsöngkona þar á ferð.  Hún mun koma á svið á undan Larry Carlton.
 


Opnunarhátíðin mun fara fram í Aðkomugöngum Stöðvarhúss Fljótsdalsstöðvar en þau ligga 3 km inn í fjalli við Kárahnjúka.  Um er að ræða einstæðan viðburð sem mun eflaust vekja mikla athygli.  Þar verður sýnt nýtt tón- og dansverk, Draumar eftir heimamanninn Einar Braga Bragason(tónlist) og Yrmu Gunnarsdóttur(dans).  Þetta mun verða í fyrsta skipti sem verk sem þetta er sýnt á Jazzhátíð á Íslandi amk og í fyrsta skipti í heiminum við aðstæður sem þessar, inni í fjalli.  Gríðarlega spennandi atriði.  Meðal tónlistarmanna sem leika í verkinu verða Gulli Briem og Jóhann Ásmundsson úr Mezzoforte.
 
Bláir Skuggar er hljómsveit skipuð nokkrum af okkar bestu tónlistarmönnum.  Sigurður Flosason, Pétur Öslund, Jón Páll Bjarnason og Þórir Baldursson skipa sveitina sem er ein skemmtilegasta tónleikasveit okkar um þessar mundir en þeir leika blúsættaða jazztónlist og er æðislegt að heyra í alvöru hammondorgeli reglulega.  “GEGGJAÐ STUД (Vernharður Linnet, Mbl 12.6.  ’07) 

Beady Belle er frábær hljómsveit frá Noregi sem við höfum reynt að fá til okkar síðan 2005.  Hljómsveitin hefur ferðast mikið síðastliðin ár og leikið t.d. með  Jamie Cullum sem hefur gert það gott í bransanum.  Æðislegt tónleikaband sem engin verður vonsvikin af.  Beady Belle gaf út sína fjórðu plötu nú á dögunum sem heitir “BELVEDERE”.
 
Síðast en ekki síst hefur hljómsveitin Bloodgroup staðfest komu sína og er það mikið ánægju efni fyrir okkur.  Þó svo að tónlist þeirra flokkist seint undir jazz þá fellur hún undir skemmtilega flokkinn sem við teljum svo mikilvægan.  Bloodgroup er líka hljómsveit frá Austurlandi og erum við gríðarlega stolt af velgengni þeirra. 
 Í ár munum við halda áfram að virkja unga tónlistarmenn af Austurlandi til þáttöku á hátíðinni og verður gaman að fylgjast með tónlistarmönnum framtíðarinnar á JEA.

 Þann 10. maí verður Kynningarpartý JEA og þar verða listamenn og dagsskrá hátíðarinnar kynnt formlega fyrir fjölmiðlum og almenningi í salnum á Hótel Héraði. Ýmsir austfirskir tónlistarmenn munu leika fyrir gesti. Einnig munu ungir og upprennandi tónlistarmenn koma fram. Partýið hefst kl 21:00 og kostar kr 1500.-Ókeypis fyrir þá sem kaupa miða á JEA 2008.  Sérsktakt tilboð er á Helgarpössum til 10 maí á www.jea.is.

Allar nánari upplýsingar á:
www.jea.is
www.myspace/jeajazzfest

Með kærri kveðju og hikið ekki við að hringja ef ykkur vantar frekari upplýsingar.
Jón Hilmar Kárason - Framkvæmdarstjóri JEA 2008
Gsm: 861-1894 

Heimasíður sem gaman er að kíka á:
www.larrycarlton.com
www.mr335.tv
www.myspace.com/larrycarlton
www.lauriewheeler.com
www.myspace.com/lauriewheeler
www.beadybelle.com
www.myspace.com/beadymusic
www.myspace.com/bloodgroup