Jasshátíðin og Alcoa gera samning

Í fyrradag, 26. júní, var undirritaður samningur milli Jasshátíðar Egilsstaða á Austurlandi og Alcoa – Fjarðaáls um stuðning þess síðarnefnda við jasshátíðina. Samningurinn er til þriggja ára.

Gert er ráð fyrir að Alcoa-Fjarðaál greiði kr. 300.000 á þessu ári en kr. 400.000 á því næsta og kr. 500.000 árið 2009.  Þá mun Alcoa-Fjarðaál auglýsa hátíðina á auglýsingum sínum næstu tvö árin.  Jasshátíðin mun láta tuttugu aðgöngumiða til Alcoa-Fjarðaáls á hverju ári. Samningurinn er með ákvæði um endurskoðun ef hátíðin mun vaxa mikið á næstu árum. 

Samningurinn var undirritaður af þeim Jóni Hilmari Kárasyni, framkvæmdastjóra Jasshátíðar Egilsstaða á Austurlandi og Ruth Elfarsdóttur, framkvæmdastjóra fjármála hjá Alcoa – Fjarðaáli, í kaffihúsi KHB á Egilsstöðum.  Jón Hilmar sagði að samningur sem þessi væri hátíðinni mikill styrkur og lýsti mikilli ánægju með hann.