- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Kaleo KK Band AT Nordic Quartett Dúlt Georgy&co, á Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi í júní. Jasshátíðin skartar nýjum búningi þetta árið. Í stað þess að halda hátíðina á þrem stöðum verður hægt að sjá alla listamennina á einum stað á einum degi. JEA 2014 verður haldin laugardaginn 28. júní í Sláturhúsinu á Egilsstöðum og verður sannkölluð festival stemning þennan dag. Árni Ísleifs guðfaðir hátíðarinnar mun setja JEA 2014 og telja í flotta dagsskrá sem er eins og oft áður blönduð skemmtilegri jazz og blús tónlist.
Hljómsveitin Kaleo hefur verið gríðarlega vinsæl undanfarið og trónað á toppi vinsældarlista vikum saman með lögum eins og Automobile, Vor í Vaglaskógi, I walk on water og fleiri lögum. Gríðarlega spennand band!
KK Band eru þekktir stuðboltar og hafa starfað í fjöldamörg ár. Hljómsveitin á fjöldan allan af lögum sem lifa með þjóðinni og það er alltaf gaman að sjá þessa frábæru sveit stíga á svið.
AT Nordic Quartett er jazzhljómsveit sem hefur leikið saman hér heima og erlendis. Hún er skipuð tveim íslendingum, þeim Andrési Þór og Einari Val Scheving, norðmanninum Anders Lonne Gronseth og dananum Andreas Dreier. Þetta frábæra band gaf út plötuna Nordic quartett í vor. Ekki missa af heimsklassa jazztónlist!
Hljómsveitin Dútl er trío sem leikur fjölbreytta tónlist allt frá Jeff Beck og Jaco Pastorius yfir í Stevie Wonder og Jimmy Hendrix. Ef þú vilt láta koma þér á óvart skaltu ekki missa af þessum!
Georgy&co er nýstofnuð hljómsveit með splunkunýtt frumsamið efni. Þeir félagar munu fá til sín ýmsa gesti til aðstoðar og það verður spennandi að sjá og heyra þessa nýju hljómsveit koma fram í fyrsta skipti.
Miðasala fer fram á www.midi.is
Frekari upplýsingar: Jón Hilmar 861-1894 & www.jea.is