- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Jafnréttisstefna Fljótsdalshéraðs hefur verið til umfjöllunar og endurskoðunar hjá jafnréttisnefnd sveitarfélagsins undanfarna mánuði, eins og kveðið var á um í eldri stefnu.. Jafnréttisstefna Fljótsdalshéraðs var fyrst samþykkt 7. Desember 2005 og er því hér um að ræða endurskoðun og uppfærslu á ýmsum þáttum hennar. Í endurskoðaðri stefnu er tekið mið af fleiri þáttum en áður svo sem Evrópusáttmála sveitarfélaga um kynjajafnrétti, nýjum lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla frá 2008, starfsmannastefnu sveitarfélagsins og fl. Jafnréttisnefnd afgreiddi endurskoðaða stefnu á fundi sínum 25. maí sl. og bæjarstjórn samþykkti hana síðan á fundi bæjarstjórnar þann 3. júní sl. Hún verður nú kynnt stjórnendum, starfsmönnum og starfsfólki sveitarfélagsins og öðrum þeim sem tilgreindir eru í stefnunni.
Jafnréttisstefnuna er einnig að finna á heimasíðu Fljótsdalshéraðs undir Stjórnsýsla > Stefnur, eða hér.