Jafnréttisnefnd beinir tilmælum til Bæjarstjórnar

Fundur var haldinn hjá Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs þann 4. maí síðastliðinn.  Á fundinum var bókun lögð fram sem viðkemur þeim hagræðingum sem sveitarfélagið stendur frammi fyrir varðandi starfsmanna- og launakostnað starfsmanna sinna.
Á fundinum beinir Jafnréttisnefnd þeim tilmælum til bæjarstjórnar að gætt verði í hvívetna að ekki halli á annað kynið og jafnréttissjónarmiða verði höfð til hliðsjónar við þá hagræðingu sem það stendur frammi fyrir í áætlunargerð og ákvarðanatöku.  Einnig mældist nefndin til þess að samræðis yrði gætt í hagræðingaaðgerðum sínum á milli vinnustaða sveitarfélagsins.