Íþróttamenn ársins hjá Hetti

Blakmaðurinn Seinar Logi Sigurþórsson var útnefndur íþróttamaður Hattar árið 2006 og fékk hann viðurkenningu sína afhenta í Tjarnargarðinum á þrettándanum.

Steinar Logi var valinn í landslið 17 ára og yngri á árinu og spilaði með því á Norðurlandamóti sl. sumar. Þetta er enn ahyglisverðara fyrir það að blak er ekki stundað hjá Hetti í hans aldursflokki og hefur Steinar Logi því spreytt sig með mömmu sinni og pabba í öldungablakinu. Honum er óskað til hamingju með titilinn og góðs gengis í framtíðinni.
Eftirtaldir íþróttamenn Hattar voru útnefndir í öðrum íþróttagreinum. Knattspyrna: Jónatan Logi Birgisson. Körfuknattleikur: Viðar Örn Hafsteinsson. Handknattleikur: Huginn Rafn Arnarsson. Frjálsar íþróttir: Þorgeir Óli Þorsteinsson. Sund: Sólrún Eva Árnadóttir og Erna Þorsteinsdóttir hljóta saman titilinn sundmenn ársins. Fimleikar: Hekla Hrönn Þorvaldsdóttir. Skíði: Unnur Arna Borgþórsdóttir. Öllu þessu íþróttafólki er óskað til hamingju með titlana og góðan árangur á nýliðnu ári.