- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Í fyrradag fór fram val á íþróttafólki Hattar árið 2009. Því voru að venju afhentar viðurkenningar á Þrettándagleði sem fram fór í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum. Að þessu sinni var Sara Þöll Halldórsdóttir valin íþróttamaður ársins. Í umsögn með viðurkenningunni segir að Sara Þöll Halldórsdóttir sé ein af okkar fremstu fimleikakonum síðustu ára. Þar seigir einnig: Sara Þöll hefur allt sem góður íþróttamaður þarf að hafa. Hún er stundvís, samviskusöm og mikil fyrirmynd allra fimleikaiðkenda Hattar. Sara hefur verið að bæta sig á hverri æfingu og er sú fyrsta innan Hattar sem hefur verið að framkvæma flókin stökk sem ekki hafa sést áður hjá fimleikadeild Hattar. Á síðasta ári átti Sara Þöll stóran þátt í velgengni liðs Hattar, skipað iðkendum 15 ára og eldri í 1. deild FSÍ í fimleikum. Árangur Söru árið 2009 er þessi: Haustmót FSÍ - silfur á trampólíni, Unglingamót FSÍ - gull á dýnu, gull á trampólíni og silfur fyrir samanlagða einkunn á áhöldum, Vormót FSÍ: - gull á dýnu, gull á trampólíni og silfur fyrir samanlagða einkunn á áhöldum, Lið Hattar náði þeim frábæra árangri að verða í 2 sæti í deildarkeppni FSÍ.
Þá fékk Andrés Kristleifsson viðurkenning Körfuboltadeildar Hattar, Daði Fannar Sverrisson fékk viðurkenningu Frjálsíþróttadeildar Hattar, Einar Bjarni Hermannsson fékk viðurkenningu Sunddeildar Hattar, Stefán Þór Eyjólfsson fékk viðurkenningu Fótboltadeildar Hattar, Valdís Birgisdóttir fékk viðurkenningu Blakdeildar Hattar og Hafsteinn Gunnlaugsson fékk viðurkenningu Skíðafélagsins Stafdal
Einnig afhenti núverandi formaður Hattar, Davíð Þór Sigurðarson, Helga Sigurðssyni, fyrrverandi formanns félagsins, heiðursviðurkenningu. En hann gegndi formennsku Hattar í samtals sex ár eða frá árinu 2003 til 2009.