Hið árlega Ístölt Austurland verður haldið í Egilsstaðavík við Egilsstaði laugardaginn 27. febrúar næstkomandi. Egilsstaðavíkin liggur við Lagarfljót rétt við Gistiheimilið á Egilsstöðum. Mótið hefur verið fastur liður í vetrardagskránni á Austurlandi undanfarin ár og er mest sótti hestaviðburður á Austurlandi ár hvert. Gestir, jafnt áhugamenn sem atvinnumenn, frá öðrum landshornum hafa undanfarin ár heiðrað Austfirðinga með nærværu sinni, og gert mótin að frábærri skemmtun.
Keppt verður í eftirtöldum flokkum:
Skráningargjöld verða kr. 3.500,- per skráning og greiðast á staðnum. Hægt er að skrá sig á netfanginu freyfaxi@freyfaxi.net
Keppt verður um Ormsbikarinn Eftirsótta í tölti opnum flokki. Sigurvegarar undanfarinna ára eru:
2009 Tryggvi Björnsson og Júpiter frá Egilsstaðabæ
2008 Hinrik Bragason og Skúmur frá Neðri Svertingsstöðum
2007 Daníel Jónsson og Þóroddur frá Þóroddsstöðum
2006 Guðmundur Björgvinsson og Taktur frá Tjarnarlandi
2005 Leó Geir Arnarson og Börkur frá Litlu Reykjum
Keppt verður um Skeiðdrekann í A-flokki gæðinga. Sigurvegarar Skeiðdrekans síðustu árin eru:
2009 Baldvin Ari Guðlaugsson og Freydís frá Steinnesi
2008 Hinrik Bragason og Smári frá Kollaleiru
2007 Þórður Þorgeirsson og Ás frá Ármóti (skeið)
2006 Fjölnir Þorgeirsson og Lukkublesi frá Gýgjarhóli (skeið)
Keppt verður Frostrósina í B-flokki gæðinga. Sigurvegarar Frostrósarinnar hingað til eru:
2009 Baldvin Ari Guðlaugsson og Sindri frá Vallanesi
2008 Tryggvi Björnsson og Akkur frá Brautarholti
Athygli er vakin á því að heimamaður hefur enn ekki lyft neinum af höfuðbikurum mótsins!
*mótsstjórn áskilur sér rétt til að fella niður keppni í fljúgandi skeið ef þáttaka verður ekki nægjanleg.
Allar nánari upplýsingar vegna mótsins er að finna á heimasíðu Freyfaxa www.freyfaxi.net og fyrirspurnir má senda á freyfaxi@freyfaxi.net
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.