- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Á sumardaginn fyrsta verður boðið upp á áhugaverðan fyrirlestur í Safnahúsinu, Laufskógum 1 á Egilsstöðum. Þá mun hinn íslensk ættaði fræðimaður og ritstjóri, Stefan Jonsson, heimsækja okkur alla leið frá Kanada og flytja erindi sem ber yfirskriftina Icelanders and the Canadian Mosaic (Íslendingar í hinni kanadísku mósaíkmynd). Fyrirlesturinn hefst klukkan 16.
Athugið að fyrirlesturinn fer fram á ensku en hægt verður að nálgast útdrátt á íslensku á staðnum.
Léttar veitingar verða í boði, aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn má finna hér á vef Minjasafns Austurlands.