- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Þriðja umferð Íslandsmótsins í torfæru fer fram í Ylsgrúsum við Mýnes, sex kílómetra fyrir norðan Egilsstaði, laugardaginn 28. júní, kl. 13.00. Tuttugu og tveir bílar eru skráðir til leiks í þremur flokkum og munu aka sex brautir, þar á meðal tímabraut, en vaninn er að í lok hennar sé veglegur drullupollur.
Miðaverð fyrir áhorfendur er 1.500 krónur en frítt fyrir 12 ára og yngri. Það er Start akstursíþróttaklúbburinn á Egilsstöðum sem heldur keppnina.