Íslandsmeistaramótið í skák á Eiðum

Íslandsmeistaramótið er að þessu sinni haldið á Austurlandi og verður teflt í hátíðasal Alþýðuskólans á Eiðum dagana 15. til 23. apríl. Teflt er kl. 14:00 til 19:00 alla daga nema laugardaginn 23. apríl, en þá er teflt kl. 9:00 til 14:00. Áhorfendur eru velkomnir og er skorað á alla áhugasama skákunnendur að láta þetta ekki fram hjá sér fara. Hér má sjá fréttir og úrslit frá mótinu.