Íbúðalánasjóður auglýsir íbúðir til leigu

Íbúðalánasjóður auglýsir til leigu 29 eignir og er umsóknarfrestur til og með 15. ágúst  og verða þær leigðar út frá 1. september eða fyrr eftir samkomulagi. Þar af eru tvær íbúðir á Egilsstöðum, við Hamragerði og þrjár á Reyðarfirði. 

Í tilkynningu frá Íbúðarlánasjóði segir: „Eignirnar eru auglýstar á   http://fasteignir.visir.is/  og  http://mbl.is/leiga/ og þar er hægt að sækja um þær með því að senda inn umsókn á  leiga@ils.is og þar á eingöngu að setja nafn eignar í subject, nafn umsækjanda,kt. og símanúmer í mailið. Eftir 15. ágúst er svo unnið úr umsóknum.  

Á meðan íbúðirnar eru auglýstar er ekki hægt að skoða þær nema á þeim myndum sem eru í auglýsingunni á netinu en að sjálfsögðu fær fólk að skoða eignina ef það er dregið út og hafa þá kost á að afþakka íbúðina ef hún hentar ekki. Íbúðalánasjóður er að undirbúa fleiri eignir til útleigu og má búast við að sjóðurinn auglýsi næst í lok mánaðarins.

Hér má sjá úthlutunarreglur sjóðsins : http://www.ils.is/einstaklingar/ibudir-til-leigu/uthlutunarreglur-leiguibuda/