Íbúar hvattir til trjásnyrtinga

Nú er tilvalinn tími framundan til að snyrta trjágróður þar sem þörf er á. Íbúar eru því hvattir til að snyrta gróður á lóðum sínum, sérstaklega ef hann nær út fyrir lóðamörk og fara þannig eftir ákvæðum byggingarreglugerðar, en þar kemur fram í grein 7.2.2. að „lóðarhafa er skylt að halda vexti trjáa og runna á lóðinni innan lóðarmarka.“

Lóðahöfum er sérstaklega bent á staði þar sem trjágróður heftir umferð gangandi vegfarenda, vex yfir umferðarmerki eða er til trafala við snjómokstur.