Íbúar hvattir til að moka frá hýbýlum sínum

Snjóþyngslin að undanförnu hafa ekki farið framhjá íbúum. Unnið hefur verið stanslaust að ruðningi og er töluvert langt í land með að því sé lokið. Íbúar eru hvattir til að moka frá hýbýlum sínum til að auðvelda útburð og sorphirðu.

Gangstígar eru ekki í forgangsröð og því eru gangandi vegfarendur á götum bæjarins. Hálka og slabb á götum myndast fljótt við þessar aðstæður þegar frýs og hlánar til skiptis og við það skapast viss hætta fyrir vegfarendur.

Bæjaryfirvöld vilja beina til allra að fara varlega þegar því er að skipta, ekki þarf mikið til að slys verði.

Verum tillitsöm í umferðinni, hvort sem er um gangandi eða akandi vegfarendur og endilega takið upp endurskinsmerkin og fatnaðinn.