Íbúar hvattir til að kynna sér sjálfbærniverkefni

Á fundi bæjarráðs í síðustu viku var kynnt fundargerð stýrihóps um sjálfbærniverkni á Austurlandi frá 6. júní 2011.

Bæjarráð hvetur íbúa sveitarfélagsins til að kynna sér verkefni hópsins inn á vefsíðunni www.sjalfbaerni.is. Einnig er hægt að nálgast þá síðu með að fara inn á flipa sem nefnist "Tenglar", neðst til vinstri á forsíðu vefs Fljótsdalshéraðs, og finna slóðina undir "samstarfverkefni".