Íbúafundur um unglingalandsmót UMFÍ, sem haldið verður á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina 3. - 6. ágúst, fer fram í Þingmúla Valaskjálf þriðjudaginn 18. júlí klukkan 18:00. Fundurinn átti upphaflega að vera klukkan 20:00 er er flýtt vegna landsleiks kvenna í knattspyrnu.
Gera má ráð fyrir því að keppnishelgina verði allt að 10.000 manns á Egilsstöðum og nágrenni. Það hefur eflaust mikil áhrif á daglegt líf bæjarbúa og þjónustuaðila, en vonandi að mestu jákvæð og gefandi. Á íbúafundinum er fyrirhugað að fara yfir framkvæmd mótsins og við hverju er að búast þá daga sem á því stendur.
Allir eru hvattir til að mæta!
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.