Íbúafundur vegna unglingalandsmóts

Fundurinn verður haldinn í Valaskjálf í fundarherbergi hótelsins, Þingmúla.
Fundurinn verður haldinn í Valaskjálf í fundarherbergi hótelsins, Þingmúla.

Íbúafundur um unglingalandsmót UMFÍ, sem haldið verður á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina 3. - 6. ágúst, fer fram í Þingmúla Valaskjálf þriðjudaginn 18. júlí klukkan 18:00. Fundurinn átti upphaflega að vera klukkan 20:00 er er flýtt vegna landsleiks kvenna í knattspyrnu.

Gera má ráð fyrir því að keppnishelgina verði allt að 10.000 manns á Egilsstöðum og nágrenni. Það hefur eflaust mikil áhrif á daglegt líf bæjarbúa og þjónustuaðila, en vonandi að mestu jákvæð og gefandi. Á íbúafundinum er fyrirhugað að fara yfir framkvæmd mótsins og við hverju er að búast þá daga sem á því stendur.

Allir eru hvattir til að mæta!