Íbúafundur með áherslu á ferðaþjónustu

Fimmtudaginn 7. febrúar verður haldinn íbúafundur í tengslum við gerð aðalskipulags Fljótsdalshéraðs, í Brúarási kl. 20.00. Fundurinn er sá fyrsti af fjórum sem haldnir verða á næstunni. Á fundinum á fimmtudaginn verður sjónum fyrst og fremst beint að ferðaþjónustu.

Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að mæta á fundinn og þar með að hafa áhrif á gerð aðalskipulagsins sem nú stendur yfir.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Ávarp forseta bæjarstjórnar
2. Kynning aðalskipulagsgerðar – Salvör Jónsdóttir ráðgjafi hjá Alta
3. Erindi um ferðaþjónustu – Katla Steinsson frá Markaðsstofu Austurlands
4. Fyrirspurnir – Almennar umræður

Fundarstjóri er Aðalsteinn Jónsson, formaður dreifbýlis- og hálendisnefndar.

Stefnt er að því að næsti íbúafundur verði haldinn í Grunnskólanum á Eiðum 21. febrúar kl. 20.00.

Það er Stýrihópur aðalskipulagsgerðar Fljótsdalshéraðs sem biðar til fundarins.