Í kvöld, fimmtudaginn 21. febrúar verður haldinn íbúafundur í Grunnskólanum á Eiðum kl. 20.00. Til fundarins er boðað vegna vinnu við gerð aðalskipulags Fljótsdalshéraðs. Á fundinum geta íbúar tekið þátt í umræðum og haft þannig áhrif á gerð aðalskipulagsins.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Ávarp forseta bæjarstjórnar
2. Kynning aðalskipulagsgerðar Salvör Jónsdóttir ráðgjafi hjá Alta
3. Erindi um náttúruvernd Skarphéðinn G. Þórisson
4. Fyrirspurnir Almennar umræður
Fundarstjóri er Aðalsteinn Jónsson, formaður dreifbýlis- og hálendisnefndar. Það er hins vegar Stýrihópur aðalskipulagsgerðar Fljótsdalshéraðs sem boðar til fundarins.
Stefnt er að því að næsti íbúafundur verði haldinn á Iðavöllum 13. mars kl 20.00.