Íbúafundir í dreifbýli

Fimmtudaginn 22. febrúar stendur dreifbýlis- og hálendisnefnd Fljótsdalshéraðs fyrir  íbúafundi í Barnaskólanum Eiðum. Fundurinn hefst kl. 20.00.

Á fundinum verður stjórnsýsla og þjónusta sveitarfélagsins kynnt. Þá verða málefni dreifbýlisins sérstaklega rædd, auk þess sem fulltrúar sveitarfélagsins munu svara fyrirspurnum og taka þátt í umræðum. Fundirnir eru öllum opnir.

Þann 1. mars verður fundur með svipuðu sniði haldinn að Brúarási og þann 15. mars á Iðavöllum. Fundarstjóri á öllum fundunum verður Aðalsteinn Jónsson, formaður dreifbýlis- og hálendisnefndar.