Hvað er besta nafnið fyrir nýja sveitarfélagið?

Nokkur umræða er nú hafin á ýmsum Facebook síðum um mögulegt nafn á nýju sveitarfélagi. Gaman væri ef umræðan færi fram á Facebook síðunni sem gerð var vegna undirbúnings sameiningarinnar, Sveitarfélagið Austurland.

Samhliða sveitarstjórnarkosningum 18. apríl næstkomandi mun fara fram atkvæðagreiðsla meðal íbúa um nafn hins sameinaða sveitarfélags. Valið mun standa á milli 3-5 tillagna sem hlotið hafa jákvæða umsögn Örnefnanefndar. Atkvæðagreiðslan verður leiðbeinandi, en nafn hins sameinaða sveitarfélags verður ákveðið af nýrri sveitarstjórn í samræmi við sveitarstjórnarlög.
Hægt er að koma tillögum á framfæri á bæjarskrifstofum sveitarfélaganna eða með tölvupósti á netfangið nyttnafn@svausturland.is

Æskilegt er að tillögum fylgi rökstuðningur, þar sem því er lýst hvernig nafnið tengist svæðinu og samrýmist íslenskri málfræði og málvenju.
Hér með óskar nafnanefnd eftir tillögum að nafni hins sameinaða sveitarfélags frá íbúum þess.
Skilafrestur er til klukkan 13 þann 7. febrúar 2020.

Á Facebook síðu verkefnisins Sveitarfélagið Austurland er hvatt til umræðu um nafn á sveitarfélagið.

Samkvæmt lögum skal nafnið samrýmast íslenskri málfræði og málvenju og tengjast viðkomandi svæði sérstaklega. Æskilegt er að nafn sveitarfélagsins beri með sér að um stjórnsýslueininguna sveitarfélag sé að ræða, þ.e. að heiti sveitarfélagsins endi til dæmis á -hreppur, -bær, – kaupstaður, -byggð, -þing eða að skeytt sé Sveitarfélagið framan við nafnið.

Á Facebook síðu verkefnisins ,,Sveitarfélagið Austurland” er hægt að taka þátt í umræðum um val á nafni á nýtt sveitarfélag.
Í sveitarstjórnarlögum er fjallað um nöfn sveitarfélaga í 5. gr. en þar kemur fram að sveitarstjórn ákveður heiti sveitarfélags að fenginni umsögn örnefnanefndar. Skal það samrýmast íslenskri málfræði og málvenju. Ef könnun er gerð meðal íbúa á viðhorfi til breytingar á nafni sveitarfélags eða á nafni nýs sveitarfélags skal leita umsagnar örnefnanefndar um þau nöfn sem um ræðir.

Á vef Örnefnanefndar má finna upplýsingar um nefndina og meginsjónarmið um nöfn sveitarfélaga.