Áætlað er að samhliða sveitarstjórnarkosningum 18. apríl næstkomandi fari fram atkvæðagreiðsla meðal íbúa um nafn hins sameinaða sveitarfélags. Valið mun standa á milli tillagna sem hlotið hafa jákvæða umsögn Örnefnanefndar. Atkvæðagreiðslan verður leiðbeinandi, en nafn hins sameinaða sveitarfélags verður ákveðið af nýrri sveitarstjórn í samræmi við sveitarstjórnarlög.
Samkvæmt lögum skal nafnið samrýmast íslenskri málfræði og málvenju og tengjast viðkomandi svæði sérstaklega. Æskilegt er að nafn sveitarfélagsins beri með sér að um stjórnsýslueininguna sveitarfélag sé að ræða, þ.e. að heiti sveitarfélaganna endi til dæmis á -hreppur, -bær, – kaupstaður, -byggð, -þing eða að skeytt sé Sveitarfélagið framan við nafnið.
Undirbúningsstjórn hefur valið nafnanefnd sem kallar eftir tillögum að nafni fyrir nýja sveitarfélagið og aflar umsagnar Örnefnanefndar.
Í nefndinni sitja:
Í sveitarstjórnarlögum er fjallað um nöfn sveitarfélaga í 5. gr. en þar kemur fram að sveitarstjórn ákveður heiti sveitarfélags að fenginni umsögn örnefnanefndar. Skal það samrýmast íslenskri málfræði og málvenju. Ef könnun er gerð meðal íbúa á viðhorfi til breytingar á nafni sveitarfélags eða á nafni nýs sveitarfélags skal leita umsagnar örnefnanefndar um þau nöfn sem um ræðir.
Á vef Örnefnanefndar má finna upplýsingar um nefndina og meginsjónarmið um nöfn sveitarfélaga.
Undirbúningsstjórn hvetur til þess að íbúar velti upp áhugaverðum nöfnum og sendi inn hugmyndir þegar auglýst verður eftir tillögum.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.