Hugmyndaríkir grunnskólanemar í vinnusmiðju

Brúarásskóli náði í ár einstökum árangri í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna.
Hann hlaut 1. sæti fyrir fjölda innsendra hugmynda miðað við höfðatölu grunnskóla með fjölda nemenda undir 150.

Af innsendum hugmyndum sem í ár voru 1070 er 41 hugmynd valin í frekari vinnu í vinnusmiðju sem haldin er í Reykjavík 12. og 13. október.

Fjórar hugmyndir frá Brúarásskóla komust inn í vinnusmiðjuna.

Arney Ólöf Arnardóttir með skeifuplötu.
Arnór Ingi Bergsson með landakortabók í 3D.
Sigríður Tara Jóhannsdóttir með búrahreinsi.
Örn Arnason með áburðargreini.

Þá komst einn nemandi frá Egilsstaðaskóla að í vinnusmiðjunni en það var María Jóngerð Gunnlaugsdóttir og er nafnið á hugmynd hennar líkamsleikur.