Hugmynda leitað

Fjárafl, atvinnu- og þróunarsjóður Fljótsdalshéraðs hefur auglýst eftir hugmyndum að verkefnum sem efli byggð í dreifbýli Fljótsdalshéraðs.

Þeir sem slíkar hugmyndir hafa  geta sótt um styrk, lán, hlutafé eða stofnframlag til sjóðsins. Nánari upplýsingar er að fá á skriftofu Fljótsdalshéraðs í Fellabæ og á heimasíðu sveitarfélagsins en umsóknum er hægt að skila á skrifstofu Fljótsdalshéraðs á Brúarási, í Fellabæ eða á Egilsstöðum. Umsóknarfrestur er til 1. desember nk en miðað er við að úthlutun fari fram á ársfundi sjóðsins, sem verður síðar í desember.