Hreyfing og skyndibitar til umræðu

Næstu tvo miðvikudaga verða haldnir hádegisfundir um hreyfingu fyrir fjölskylduna og hollan skyndibita. Fundirnir eru skipulagðir í tengslum við þátttöku Fljótsdalshéraðs í verkefninu “Allt hefur áhrif”,  sem stýrt er af Lýðheilsustöð.

Miðvikudaginn 6. júní hefur Magnús Sæmundsson, skólastjóri í Brúarásskóla stutta framsögu um holla og skemmtilega hreyfingu fyrir fjölskylduna og miðvikudaginn 13. júní  nk. fjallar Ólafur Ágústsson, matreiðslumaður, um hollan skyndibita. Báðir fundirnir fara fram milli kl. 12 og 13. Að framsögum loknum er gert ráð fyrir að gott tækifæri gefist fyrir umræður.

Fundirnir eru öllum opnir sem áhuga hafa á málefninu. Fundargestum er boðið að kaupa súpu og brauð!

Íbúar Fljótsdalshéraðs eru hvattir til að taka þátt í virkri umræðu um hreyfingu og hollustu á hádegisfundum á Hótel Héraði næstu miðvikudaga.