Hreinsum upp eftir okkur

Ágætu íbúar

Um leið og sveitarfélagið óskar ykkur gleðilegs nýs ár, minnum við alla á að hreinsa upp rusl úr flugeldum og skotkökum sem þeir notuðu til að fagna nýju ári og eins á þrettándanum. Mjög margir hafa þegar hreinsað þennan úrgang af skotsvæðum sínum, sem er til fyrirmyndar. Eitthvað er þó enn eftir af þessum umbúðum og eru viðkomandi flugeldaskyttur hvattar til að taka sem fyrst til eftir sig.

Starfsmenn sveitarfélagsins munu samkvæmt venju hirða upp þau jólatré á Egilsstöðum og í Fellabæ, sem komið verður út að götum og gangstéttum. 14. janúar verður síðasta ferð þeirra um bæinn vegna umræddra jólatrjáa.