Hreinn bær - okkar sómi

Vorhreinsun þéttbýliskjarna Fljótsdalshéraðs 2012.

Í ár verður ekki auglýst eiginleg hreinsunarhelgi á Fljótsdalshéraði. Gert er ráð fyrir að íbúar hreinsi engu að síður garða sína eftir veturinn og lagfæri það sem betur má fara.

Sérstaklega eru íbúar hvattir til að:

• Snyrta gróður, þá sérstaklega þar sem hann slútir út fyrir lóðamörk
• Laga til í görðum
• Fjarlægja allar eigur sínar af opnum svæðum
• Fjarlægja bílhræ af einkalóðum og opnum svæðum, minnt er á skilagjald • Hreinsa rusl í görðum og nánasta umhverfi

Eins og undanfarin ár verður garðaúrgangur sem íbúar koma út að lóðamörkum fjarlægður og er fyrirhugað að sú hreinsun fari fram 21. og 22. maí, ef veður leyfir. Sérstaklega er tekið fram að einungis garðaúrgangur verður fjarlægður.

Verkefnastjóri umhverfismála, Fljótsdalshéraði.