- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Alþjóðlegur hópur sérfræðinga þingar um heilbrigði hreindýra á Skjöldólfsstöðum 23. og 24. ágúst. Þetta er annar fundur hópsins sem var stofnaður í Noregi 2011. Forsvarsmaður hópsins er Norðmaðurinn Carlos G. das Neves en Náttúrustofa Austurlands hefur haft veg og vanda af skipulagningu fundarins í samstarfi við Carlos.
Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta á fyrirlestra þessa tvo daga en sérstök athygli er þó vakin á umfjöllun um íslensku hreindýrin klukkan 13:00 til 16:00 fimmtudaginn 23. ágúst sjá nánar á: http://www.rangifer-health.com/text.cfm?path=135&id=189-3
Dagskrá
Fimmtudagur 23. ágúst
Gunnar Jónsson formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs býður fólkið velkomið
Heilbrigði hreindýra: hver er staðan (15 mín hver) kl: 0900-1200
Íslensku hreindýrin kl: 1300-1600
Föstudagur 24. ágúst
Heilbrigði hreindýra og vistkerfa kl: 1230-1500