Hreindýrahappdrætti í beinni á morgun

Dregið verður úr hreindýraveiðileyfum á morgun, laugardaginn 25. febrúar klukkan 14:00, í húsakynnum Þekkingarnets Austurlands. Hægt verður að fylgjast með útdrættinum í beinni útsendingu á vef Umhverfisstofnunar. 4.328 umsóknir bárust en aðeins má fella 1.009 dýr í ár.

Nánari upplýsingar um útdráttinn má sjá á vef Umhverfisstofnunar eða hér.