Íþróttafélagið Höttur heldur upp á 40 ára afmæli sitt og í tilefni þess stendur félagið í samstarfi við stjórn Ormsteitis að ýmsum viðburðum í tengslum við bæjarhátíðina Ormsteiti.
Íþróttafélagið Höttur var stofnað við sameiningu Knattspyrnufélagsins Spyrnis og Ungmennafélagsins Hattar árið 1974 og hefur félagið starfað í þeirri mynd sem það er í dag. Félagið stendur að 9 deildum sem hafa hver og ein sjálfstæða stjórn. Hægt er að æfa hjá Hetti knattspyrnu, körfubolta, handbolta, blak, tennis og badminton, takewondo, fimleika, frjálsar íþróttir og sund. Alls stunduðu 676 manns sína íþróttagrein hjá félaginu á árinu 2013. Af þeim stunduðu 22% tvær eða fleiri íþróttagreinar.
Formaður Íþróttafélagsins Hattar, Davíð Þór Sigurðsson, segir að það megi því með sanni segja að Íþróttafélagið Höttur sé stór hluti af sveitarfélaginu og skipulagt íþróttastarf sé samfélaginu mikilvægt. Jafnframt að það sé von stjórnar Hattar að íbúar taki þátt í viðburðum tengdu Ormsteiti og njóti samverustunda með fjölskyldum sínum.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.