Höttur deildarmeistari og fer upp í úrvalsdeild

Höttur tryggði sér sigur í 1. deild karla í körfuknattleik með sigri á liði FSu á heimavelli 94-86. Liðið leikur því í úrvalsdeild að ári. Tobin Carbery stóð sig best Hattarmann með 36 stig, 16 fráköst og 5 stoðsendingar.

Fyrir leikinn var FSu annað tveggja liða sem gat náð Hetti að stigum en Hetti dugði hins vegar einn sigur úr síðustu fjórum leikjum tímabilsins til að tryggja sér efsta sætið. Þeir höfðu hins vegar tapað síðustu tveimur leikjum sínum. Höttur á eftir einn leik í deildinni, á móti ÍA á Akranesi.

Til hamingju með titilinn Höttur!

Nánar um leikinn má lesa hér á vef Austurfréttar en þaðan er myndin líka tekin.