Höttur að gera það gott á fimleikamóti

Vormót Frjálsíþróttasambands íslands var haldið á Selfossi helgina 10.-12. maí.  Um 740 keppendur sóttu mótið víðsvegar af landinu.  Fimleikadeild Hattar sendi 6 lið á mótið sem samanstóð af 50 keppendum.  Öll liðin stóðu sig vel og voru keppendur að gera mikið af nýjum stökkum í stökkseríum sínum. Þetta var síðasta mót vetrarins í keppnisröð FSÍ.

Úrslit vormótsins voru þessi:

3 flokkur 11-12 ára

Höttur kvk A  6. sæti
Höttur kvk B  17. sæti
Höttur drengir  1. sæti  - deildarmeistarar

2 flokkur  13-15 ára

Höttur kvk  9. sæti
Höttur mix  1. sæti

Opinn flokkur  - 15 ára og eldri

Höttur kvk  2. sæti