- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Eins og veðurfarið hefur verið hér undanfarnar vikur telst þetta til nokkurra tíðinda.
Íbúar og gestir Fljótdalshéraðs munu án efa flykkjast á tjaldsvæði og útivistarsvæði og nýta sér þá landfræðilegu staðreynd að hafgolan nær sjaldan langt inn fyrir Egilsstaði og hitinn inni í dölunum er oft verulega hærri en á Egilsstöðum.
Til merkis um hve óvenjulegt þetta er, hefur veðurglugginn á vef Fljótsdalshéraðs verið óvirkur í kuldunum undanfarið en um leið og hitinn fór yfir 10° og sólin að skína, birtist hann aftur.
Vonum við því að sumarið sé komið á Austurlandi og standi óslitið til hausts !