Sunnudaginn 2. nóvember 2008 opnaði Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs formlega félagsaðstöðu eldri borgara, dagvist eldri borgara og félagsmiðstöð Félagsþjónustunar á Fljótsdalshéraði.
Um er að ræða 530 fermetra aðstöðu á jarðhæð í Miðvangi 6, en húsið er við Strikið í miðbæ Egilsstaða. Fullt var út úr dyrum á opnunardegi og gestir hæstánægðir með stór glæsilega aðstöðu. Sr. Jóhanna Sigmarsdóttir vígði aðstöðuna en að því loknu tóku meðal annars til máls Ágústa Jónsdóttir formaður Félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði og Eiríkur Björgvinsson bæjarstjóri. Samkeppni var um nafn á aðstöðunni og bárust 56 tillögur. Erla Jóhannsdóttir og Bogi Ragnarsson hlutu viðurkenningu fyrir nafnið sem valið var, Hlymsdalir.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.