Hjúkrunarheimilið: Samið við VHE um húsbygginguna

Fulltrúar Fljótsdalshéraðs og VHE ehf., þeir Björn Ingimarsson bæjarstjóri og Unnar S. Hjaltason, framkvæmdastjóri , undirrituðu verksamning um húsbyggingu vegna Hjúkrunarheimilis á Egilsstöðum í dag. Verksamningur hljóðar upp á kr. 1.111.398.787,- og miðast upphaf verktíma við dagsetningu undirskriftar, 13. júní 2013, og verklok við árslok 2014.

Byggingarstjórnun og eftirlit verður í höndum verkfræðistofunnar Mannvits en hönnuðir að framkvæmdinni eru Hornsteinar/Efla.

Samningar voru undirritaðir í fundarsal bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs að viðstöddum fulltrúum byggingarnefndar um hjúkrunarheimili auk starfsmanna aðila.

 

undirskrift 13062013