Hjúkrunarheimilið á Egilsstöðum. Útboð í jarðvinnu

Sveitarfélagið Fljótsdalshérað óskar eftir tilboðum í verkið: HJE-01. Hjúkrunarheimili á Egilsstöðum - jarðvinna.

Verkið er fyrsti áfanginn í byggingu hjúkrunarheimilis við Blómvang á Egilsstöðum, rétt vestan við Þjónustustofnun að Lagarási 17-19.

Verkið felst í uppgreftri jarðvegs og losun klappar vegna húss, lagna og lóðar. Einnig gerð neðra burðarlags fyrir bílaplön, afmörkun vinnusvæðis og aðstöðusköpun.

Verkið felst einnig í að breyta fráveitu-, hitaveitu- og vatnslögnum sem eru í eigu Hitaveitu Egilsstaða og Fella og liggja um lóðina. Leggja þarf nýjar lagnir, tengja þær, aftengja og fjarlægja eldri lagnir.

Vakin er sértök athygli á því að verkkaupi hyggst fá alþjóðlega umhverfisvottun samkvæmt BREEAM á nýbygginguna en slíkt vottunarferli tekur til margra þátta verktaka á byggingarstað.

Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Fljótsdalshéraðs Lyngási 12, Egilsstöðum frá og með föstudeginum 28.12.2012.

Bjóðendum er boðið til kynningarfundar á skrifstofu Fljótsdalshéraðs að Lyngási 12, 4. janúar 2013 kl. 09:00 og verða þar mættir fulltrúar verkkaupa.

Tilboðum skal skila á skrifstofu Fljótsdalshéraðs Lyngási 12 Egilsstöðum þriðjudaginn 15. janúar fyrir kl 14:00, þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.

Verkkaupi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum.

Nánar um verkið, má sjá á vef Fljótsdalshéraðs eða hér.